Nýtt fyrirtæki á Hvammstanga
Helga Hinriksdóttir hefur stofnað fyrirtækið Tölvur og tungumál á Hvammstanga. Helga stefnir að því að kenna fólki tungumál og á tölvur, hún hefur grunnskólakennararéttindi frá Háskólanum á Akureyri, af hugvísinda- og tungumálasviði og er kerfisfræðingur frá Erhvervsakademi Sydvest Sønderborg.
Tölvur og Tungumál bjóða uppá tungumálakennslu í íslensku, ensku og ítölsku. Einnig, eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna, er hægt að komast á tölvunámskeið en þar er farið yfir t.d internetið, tölvupóst, ritvinnslu í Word, töflureiknirinn Excel og heimasíðugerð. Einnig er hægt að fá einkakennslu í tölvum og fleira.
Tölvur og tungumál leggur áherslu á persónulega þjónustu og hægt er að komast á námskeið strax eftir hádegi virka daga, síðdegis eða á kvöldin, allt eftir hvað hentar.
Tölvur og tungumál er staðsett á Klapparstíg 4 á Hvammstanga og allar upplýsingar er að fá hjá Helgu í síma 894 4931 og á tölvupóstfangi t.tungumal@gmail.comÞetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.