Nýtt fræðasetur á Skagaströnd

Með tilkomu Spákonuhofs og Nes listamiðstöðvar má gera ráð fyrir að þörfin fyrir hótel á Skagaströnd aukist til muna

Stjórn Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf forstöðumanns Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra með aðsetur á Skagaströnd.

Er setrinu ætlað að verða  vettvangur fyrir samstarf Háskóla Íslands við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, stofnanir fyrirtæki, félagasasmtök og einstaklinga.

Meginhlutverk setursins er að efla starfsemi Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra með rannsóknum í íslenskri sagnfræði.
-Starfsmaðurinn mun verða sagnfræðingur og einbeita sér að því sem kallast munnleg saga. Eitt af vandamálum nútímans er að fólk er að stórum hluta hætt að senda sendibréf og því er hætt við að sagnfræðingar framtíðarinnar hafi úr litlu að moða nema reynt sé að vinna munnlegar sagnir í ritað mál svo til jafnóðum, segir Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Fræðasetra Háskóla Íslands. -Starfsmaðurinn mun safna þessum munnlegu upplýsingum og mun hann líta helst til sinnar heimabyggðar og héraðsins þó svo að starf hans verði ekki endielga eingöngu bundið við það. Það liggur á söfnum víða á landinu mikið magn af gömlum kasettum sem þarf að vinna úr og að líkindum mun sú úrvinnsla að hluta koma í hlut viðkomandi starfsmanns, bætir Rögnvaldur við.

Stofnun um munnlega sögu er búin að vera til staðar lengi á vegum Háskóla Íslands og sagnfræðideildar og er nú þegar starfsmaður í 1/2 starfi við þá deild. Mun við nýja Fræðasetur starfa náið með þeim starfsmanni.

Að sögn Rögnvaldar er litið á starfið sem framtíðarstarf en það kom til á aukafjárlögum og var á Norðvesturáætlun. Hins vegar sé ekkert öruggt eins og staðan er í dag og því þurfi hið nýja setur að vinna hart að því að sanna tilverurétt sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir