Nýstárleg markaðsetning

rebbi22Þar sem ríkið ætlar ekki lengur að niðurgreiða refaveiðar hefur bæjarstjórn Blönduósbæjar kannað þann möguleika hvort hægt sé að markaðsetja  sportveiðar á ref í afréttarlöndum sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir að fyrirkomulag veiðanna verði ekki ósvipað hreindýraveiðum. Valdimar Guðmannsson, sem flutti tillögu um málið í bæjarstjórn, segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að taka gjald fyrir refaveiðarnar eins og margar aðrar sportveiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir