Nýr verkefnastjóri í atvinnumálum

Sigfús Ingi Sigfússon

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ráðið Sigfús Inga Sigfússon í starf verkefnastjóra í atvinnumálum. Sigfúsi er ætlað að vinna að sérstökum verkefnum á sviði atvinnuþróunar í Skagafirði á grundvelli samkomulags sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem er félag atvinnulífs og einstaklinga sem vilja efla atvinnulíf og mannlíf í Skagafirði.

Sigfús lauk síðast MBA-námi frá University of Stirling í Skotlandi með áherslu á Business Venture Management (frumkvöðlafræði) árið 2002. Hann hefur síðan starfað sem sölu- og markaðsstjóri, sérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, sem aðstoðarmaður ráðherra og nú síðast sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Hann hefur því menntun og víðtæka reynslu sem mun nýtast vel við uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði í samvinnu við frumkvöðla og starfandi fyrirtæki. Sigfús mun hefja störf í janúar.

Maki Sigfúsar er Laufey Leifsdóttir, ritstjóri orðabóka hjá Forlaginu, en hún mun flytja starf sitt með sér í Skagafjörð. Þau eiga tvo syni.

Alls sóttu 24 einstaklingar um starf verkefnastjóra.

/Skagajörður.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir