Nýr vefur í loftið – 360.is

360isNýr vefur hefur verið settur á laggirnar þar sem safnað er efni og heimildum víðs vegar að af landsbyggðinni og er stefnan að draga fram og gera mikið úr jákvæðum fréttum af fólki og fyrirtækjum sem gengur vel og/eða eru að hefja starfsemi,ásamt með öðru efni.

 Í fréttatilkynningu frá 360.is segir að á vefnum verði birtar umfjallanir og myndir úr atvinnulífinu og er öllum velkomið að senda inn efni.

Sérstakur greinaflokkur er á vefnum um fyrirtæki landsins og annar flokkur með almennum fréttum af landsbyggðinni.

Ennfremur segir: Heimasíðan er á slóðinni www.360.is en nafnið vísar til þess að í hringnum eru 360 gráður,en það er það sem við munum gera, að líta í kringum okkur.

 

Það er von okkar að vefur þessi styðji við byggðir og íbúa landsins og verði vel tekið.

 

Verið öll velkomin á vefinn.

Hafa má samband við Anton í tölvupósti anton@360.is og/eða Kristján í upplysingar@360.is

 

Bestu kveðjur frá Kristjáni og Antoni á  www.360.is

 

Guð blessi Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir