Nýr varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Yngvi Jósef Yngvason. MYND SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR
Yngvi Jósef Yngvason. MYND SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að Yngvi Jósef Yngvason hefur verið ráðinn í starf varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar og mun hann hefja störf í desember. Yngvi tekur við stöðunni af Sigurði Bjarna Rafnssyni sem mun láta af störfum í október. 

Yngvi hefur starfað sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður í tæplega 20 ár hjá Brunavörnum Skagafjarðar og er með löggildingu slökkviliðsmanns sem og í sjúkraflutningum. Hann er með sveinsbréf í rafvirkjun og málmsteypu, ásamt því að vera með vélavarðar- og vélstjórnarréttindi. Hann er með meirapróf og réttindi til að stjórna minni vinnuvélum, köfunarréttindi, skipstjórnarréttindi (30 tonna) ásamt skotvopnaleyfi. Að auki hefur hann lokið ýmsum námskeiðum sem tengjast slökkviliðinu og sjúkraflutningum.

Um leið og við þökkum Sigurði Bjarna fyrir hans góðu störf undanfarin ár, bjóðum við Yngva hjartanlega velkominn til starfa og óskum óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir