Nýr urðunarstaður við Sölvabakka kynntur
Kynningarfundur um nýjan urðunarstað við Sölvabakka var haldinn á Hótel Blönduóss í gær að viðstöddu fjölmenni. Um var að ræða kynningu á umhverfismati framkvæmda, uppbyggingu og rekstur urðunarstaðarins.
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd setti fundinn og flutti stutta tölu áður en hann gaf Ágústi Þór Bragasyni, yfirmanni tæknideildar Blönduóssbæjar orðið en Ágúst fór yfir stöðuna í sorpeyðingarmálum og núverandi urðunarstaði. Urðunarstaðir Blönduóssbæjar og Skagastrandar höfðu báðir starfsleyfi til 1. júlí 2009 en hafa nú bráðabirgðaleyfi til 1. mars 2010.
Urðunarstaður Skagfirðinga er orðið fullt og ekki möguleiki á stækkun enda uppfyllir það ekki nýjar kröfur um urðunarsvæði. Það kom fram að mikil breyting hefur orðið á flokkun og endurvinnslu á sorpi og nú er ekki litið á allt sorp sem rusl endur tækifæri framtíðarinnar. Áætlað er að nýja urðunarsvæðið taki við sorpi frá Austur Húnvetningum, Skagfirðingum og af Eyjarfjarðarsvæðinu.
Sjá nánar á Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.