Nýr starfsmaður í Farskóla

Bryndís Þráinsdóttir, Rannveig Hjartardóttir og Sveinn Allan Morthens. Rannveig Hjartardóttir hefur verið ráðin nýr starfsmaður til Farskólans og Starfsendurhæfingar Norðurlands vestra en Rannveig kemur til starfa þann 1. nóvember.
Rannveig mun gegna starfi þjónustufulltrúa og starfa bæði fyrir Farskólann og Starfsendurhæfingu Norðurlands vestra. Rannveig er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og lauk námi í Skrifstofuskólanum vorið 2009 auk þess hefur hún stundað nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Norðurlands vestra er Sveinn Allan Morthens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir