Nýr söluvefur fyrir lista- og handverksfólk
Á vef SSNV er vakin athygli á nýjum söluvef sem nýlega hefur verið opnaður þar sem í boði eru margvíslegir list- og handverksgripir auk umfjöllunar um viðkomandi lista- og handverksfólk. Nokkrir íbúar á Norðurlandi vestra bjóða vörur sínar á vefnum.
Söluvefurinn ber nafnið Litlu búðirnar og segir í kynningu um vefinn að hugmyndafræðin að vefnum sé einföld. -Um allt land búa handverksmenn sem framleiða frábærar vörur. Daglega er þetta sama fólk yfirleitt að sinna búskap eða vinnur fullan vinnudag við allt milli himins og jarðar. Víða er verið að framleiða afar góðar vörur úr náttúrulegum efnum sem oft vaxa eða eru fengin í næsta nágrenni. Flutningskostnaður á hráefnum er yfirleitt í lágmarki.
LB er hugarsmíð Áskels Þórissonar starfsmanns Landbúnaðarháskóla Íslands og var settur á fót m.a. með styrk frá Vaxtarsamni Vesturlands.
Slóðin inn á söluvefinn er: http://www.litlubudirnar.is/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.