Nýr heitur pottur við Sólgarðalaug
feykir.is
Skagafjörður
30.06.2010
kl. 08.21
Í fyrrasumar var hleypt af stað fjársöfnun í Fljótum meðal íbúa og velunnara sveitarinnar í þeim tilgangi að endurnýja heita pottinn við sundlaugina á Sólgörðum.
Söfnunin gekk vel, liðlega hálf milljón fékkst í fjárframlögum og auk þess gaf einstaklingur tengdur sveitinni allt timbur sem þurfti til verksins. Fyrir skömmu var svo hafist handa við að koma pottinum fyrir á sama stað og sá fyrri sem orðinn var ónýtur. Lauk þessu verki í síðustu viku og er potturinn nú tilbúinn til notkunar. Öll vinna við þetta var unnin í sjálfboðavinnu. Þess má geta að Sólgarðalaug var tekin í notkun árið 1974. Hún hefur ekki enn verið opnuð almenningi á þessu sumri. ÖÞ:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.