Nýr Geirmundur í verslanir

Síðasta föstudag kom í verslanir splunkunýr pakki með Geirmundi Valtýssyni en í pakkanum er að finna hljómdisk með upptökum frá tónleikum Geirmundar í Íþróttahúsi Sauðárkróks á Sæluviku í tilefni af því að Geirmundur hafði skemmt Skagfirðingum og öðrum landsmönnum í syngjandi sveiflu í 50 ár. Í pakkanum er einnig bráðskemmtilegur DVD diskur með upptökum frá tónleikunum og heimildarmynd um Geirmund.

Á tónleikunum kom fram fjöldi góðra gesta; Ingunn Kristjánsdóttir, Magni Ásgeirsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Óskar Pétursson, Svana Berglind, Jóhann Már Jóhannsson að ógleymdum Karlakórnum Heimi, Rökkurkórnum og Kirkjukór Sauðárkróks. Maggi Kjartans fer á kostum ásamt hljómsveit Geirmundar og Einari Braga saxafónleikara og fleiri góðum en ekki síst Geirmundi sjálfum sem er í miklu stuði.

Það er Gísli Sigurgeirsson sem hefur veg og vanda að útgáfunni en um síðustu jól gaf hann út veglegan pakka með Álftagerðisbræðrum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir