Nýr einstaklingsbúningsklefi í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga
Tekinn hefur verið í notkun einstaklingsbúningsklefi í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga og er klefinn staðsettur við hlið gufuklefans. „Aðstaðan hentar þeim fjölbreytta hópi sem vill og þarf að hafa fataskipti í einrúmi,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Fram kemur að uppsetning búningsaðstöðunnar sé í samræmi við jafnréttisáætlun Húnaþings vestra þar sem segir m.a. að aðstaða í skólum og íþróttamiðstöð skuli henta þörfum ólíkra hópa; að aðstaða fyrir kynsegin nemendur grunnskóla skuli vera fyrir hendi en einnig að hugað sé að hinsegin iðkendum í íþrótta- og tómstundastarfi.
Einnig getur búningsaðstaðan hentað fyrir fatlaða einstaklinga sem þurfa að hafa með sér fylgdarmann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.