Ný vefsíða Efri Mýrabúsins
Þau Sandra Marin og Ragnar Stefánsson hrossabændur að Efri Mýrum hafa tekið í notkun nýja heimasíðu http://www.hestanet.net/. Allt að fara í gang á nýju ári.
Sandra Marin og Ragnar Stefánsson segja á hinni nýju síðu að HestaNet sé fyrirtæki sem heldur utan um allan rekstur hestamennskunnar hjá þeim en það var stofnað sumarið 2008. Sandra Marin er sænsk að uppruna og kemur frá Värmdö sem er í úthverfi Stokkhólms en Ragnar Stefánsson, eða Raggi eins og hann er yfirleitt kallaður, kemur upphaflega frá Dalvík í Eyjafirði. Raggi er alinn upp við hestamennsku og hefur stundað tamningar, þjálfun og keppni frá því að hann var smá gutti.
HestaNet stendur fyrir kaupum og sölu á hestum, tamningu og þjálfun, námskeiðshaldi, umboðssölu, hestaferðum, sölusamningagerðum sem og annarri “pappírsvinnu” í kringum viðskipti með íslenska hestinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.