Ný heimasíða Reiðhallarinnar
Nú er komin í loftið ný heimasíða Svaðastaðahallarinnar þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar sem varðar viðburði, tíma, mót og úrslit ásamt nýjustu fréttum.Slóðin er http://svadastadir.is
Fjölmargir viðburðir og mót eru listaðir upp á forsíðu og í vinstri valmynd síðunnar, auk þess sem þar er að finna stundarskrár fyrir dagskrá reiðhallarinnar o.fl. Uppbygging vefsíðunnar og útlitshönnun var á hendi Jóns Þórs Bjarnasonar ferðamálafræðings á Sauðárkróki sem vann innihald síðunnar í samráði við Eyþór Jónasson hallarstjóra, en Stefna á Akureyri smíðaði vefinn. Til þess að vefsíðan megi dafna og efni og innihald þróast í takt við þarfir notenda, eru góðar ábendingar ávallt vel þegnar, með því að hafa samband við Eyþór á netfanginu svadastadir@simnet.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.