Nú þarf að stilla kúrsinn á upp

Stuðningsmenn Tindastóls hafa að líkindum yfirgefið Sauðárkróksvöll talsvert frústreraðir á laugardaginn eftir að hafa horft upp á liðið sitt kasta frá sér sigri - og þar með sæti sínu í 2. deild - með undarlega slökum leik. Þegar leikmenn hófu leik í síðari hálfleik með vænlegt 2-0 forskot virtist flestum ljóst hvað Stólarnir þyrftu að gera í síðari hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hins vegar skelfilegur að flestu leiti og leikurinn tapaðist 2-4. Nú hinsvegar er ekkert annað að gera en snúa bökum saman og rífa liðið upp úr 3. deildinni að ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir