Norrænt samstarf um gagnvirkar töflur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.12.2008
kl. 08.29
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tekur þátt í norrænu samstarfi um gagnvirkar töflur. Ekki er um lyf að ræða, heldur töflur sem leysa gömlu kennslutöflurnar af hólmi. Segja má að gagnvirku töflurnar séu stofutöflur 21. aldarinnar.
Töflurnar bjóða upp á ýmsa möguleika. Nefna má að allt sem skrifað á töflurnar er hægt að vista og senda nemendum eða birta á svæði skólans. Þá geta nemendur notað sérstakar atkvæðamýs til að svara spurningum kennara, þannig fá allir að tjá sig um námsefnið og kennarinn sér hvort hann og/eða nemendur séu á réttri leið. Samstarfsaðilar eru skólar og aðrar menntastofnanir frá öllum Norðurlöndunum. Áætlað er að samstarfinu ljúki árið 2010 með ráðstefnu á Íslandi með þátttöku skólafólks víðs vegar að úr Evrópu. Í hlut FNV kemur að sýna hvernig nota má gagnvirkar töflur til kennslu í stærðfræði framhaldsskólanemenda. Þátttakandi fyrir hönd FNV er Kristján B. Halldórsson, stærðfræðikennari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.