Norðurstrandarleið vörðuð listrænu rusli - Misgóð mæting í fjörurnar

Þorvaldur Gröndal frístundastjóri í Skagafirði, Ingimar Ólafsson kennari LHÍ, Daníel Perez Eðvarðsson og Guðbrandur Magnússon, nemar í listkennslu. Mynd: PF
Þorvaldur Gröndal frístundastjóri í Skagafirði, Ingimar Ólafsson kennari LHÍ, Daníel Perez Eðvarðsson og Guðbrandur Magnússon, nemar í listkennslu. Mynd: PF

Um síðustu helgi voru íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefni þar sem lista- og vísindasmiðjur fóru í fjörur á hinni nýju Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way upp á enska tungu, og mynduðu vörður úr rusli sem tínt var til.

Markmiðið með verkefninu var að auka þekkingu almennings á umhverfismálum og mengun hafsins og var þema smiðjanna „Varða“ en talið er að maðurinn hafi reist sér vörður allt frá steinöld, eins og segir í tilkynningu. Vel var mætt í fjörur við Hvammstanga og á Skaga en enginn, utan listamanna, kom í fjöruna við Sauðárkrók. En þátttakendur voru ánægðir með daginn og þeir sem voru við Krókinn litu á komu sína sem vettvangskönnun fyrir næsta skipti sem vonandi verður að ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir