Norðurland vestra út af kortinu

Verður Akureyri okkar nýji höfuðstaður? Mynd: mats.is

Samkvæmt heimildum Feykis.is vinnur svokallaður 20/20 hópur undir stjórn Dags B Eggertssonar nú að nýrri sóknaráætlun fyrir Ísland. Samkvæmt hinni nýju áætlun er ætluninn að skipta landinu í 7 sóknar- og þéttbýlissvæði. Samkvæmt hugmyndum hópsins verður Norðurland vestra þurkað út af kortinu og sameinað Norðurlandi með Akureyri sem þéttbýlisstað.

Höfuðstaðirnir verða Akranes eða Borgarnes, Ísafjörður, Akureyri. Egilsstaðir, Selfoss, Reykjavík og Keflavík. Er markmið hóps Dags að auka skilvirkni og hagkvæmni opinberrar þjónustu. Gerðar verða sérstakar sóknaráætlanir fyrir hvert landsvæði fyrir sig til eflingar atvinnulífs og lífsgæða.

Segja má að þegar hafi verið stigið fyrsta skrefið í þessa átt með fækkun embætta sýslumanna niður í sjö embætti.

20/20 hópinn skipa: Dagur B. Eggertsson sem er formaður, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Svafa Grönfeldt, rektor HR. Gert er ráð fyrir að fleiri ráðherrar komi að verkefninu og taki þátt í störfum hópsins þegar fram líða stundir. Ríkisstjórnin mun á þessu ári verja 10 milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir