Nóg að gera í Selasetrinu í sumar
Nú er verið að taka saman efni og skrifa árlegt fréttabréf Selasetursins á Hvammstanga sem væntanlegt er nú í byrjun desember og segir Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir forstöðumaður setursins það tölvert sem þau hafa verið að gera á árinu.
Á vef setursins segir að starfsfólk hafi undanfarið verið í mikilli hugmyndavinnu um rannsóknir og verkefni sem hægt væri að taka þátt í eða hrynda af stað þar sem lagt hefur verið áhersl á alþjóðleg samstarfsverkefni. Á listanum eru tvö ný Evrópuverkefni sem sótt verður um styrk til snemma á næsta ári, auk tveggja nýrra norðurslóðaverkefna sem einnig verður reynt að fjármagna í byrjun næsta árs. Verkefnin byggja sum hver á fyrra samstarfi en önnur á nýjum hugmyndum og nýjum samstarfsaðilum.
„Ennþá er óljóst með framlög til Selaseturs Íslands, bæði frá sveitarfélagi og ríki á næsta ári, þó þykir sýnt að um einhvern samdrátt verður að ræða. Til að bregðast við væntanlegum samdrætti höfum við stjórnin ákveðið í sameiningu að minnka starfshlutfall mitt niður í 80% á næsta ári. Það þýðir þó ekki að verkefnin verði færri, en við reynum að gera það besta úr því sem við höfum úr að spila,“ segir Hrafnhildur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.