Nóg að gera hjá Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga

Vatnsnesfjall

Á Norðanáttinni segi frá því að í sumar hefur ekki verið regluleg starfsemi hjá Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga en samt er búið að vera nóg að gera.

 

Óvenju margar erfidrykkjur hafa verið, þar sem Kvenfélagskonur hafa hjálpað til og njóta einstaklingar (ónafngreindir) góðs af því.

Þá komu Veraldarvinir við í Bjarkarási og löguðu til, undir stjórn Björns Þorgrímssonar. -Þið lesendur góðir ættuð bara að sjá herlegheitin, segja kvenfélagskonur og minna á að nú fer að styttast í fyrsta fund starfsársins 2009-2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir