Nemendur vinna með þjóðsögur

Nemendur í 8. bekk Varmahlíðarskóla. Mynd: Vamahlíðarskóli.is

Krakkarnir í Varmahlíðarskóla munu á næstu dögum gefa út Þjósöguvef en vefinn unnu þau í samvinnu við Ásdísi kennara og Sólborgu Unu Pálsdóttur.

Það er núverandi 8. bekkur sem vann þetta viðamikla verkefni þjóðsögur í Skagafirði, en Ásdís, þáverandi kennari þeirra, fékk styrk til þess. Hver nemandi las upp sögu í hljóðveri hjá Stefáni tónlistakennara og myndskreytti hana hjá Írisi Olgu myndmenntakennara. Einnig vann bekkurinn stuttmynd eftir sögunni um Grím Skeljungsbana. Íris Olga vinnur nú að að klippingu myndarinnar og frumsýning á henni verður vonandi fyrir jól. Stefnt er svo að stuttmyndargerð um Miklabæjar-Solveigu í vor með sama bekk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir