Nemendur unnu að landafræðisýningu af metnaði
Það styttist í skólaárinu en það er alltaf líf og fjör í skólunum. Nú í lok apríl var sagt frá því á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra að nemendur í landafræði á miðstigi höfðu unnið hörðum höndum að kynningum vikurnar á undan en þá hafði hver nemandi valið sér land og í framhaldinu útbúið kynningarefni um landið og loks var haldin sýning. Margir höfðu fundið til muni frá löndunum, buðu upp á tónlist og góðgæti.
„Metnaðarfullt og faglega unnið hjá þeim og sýningin sem þau settu á fót sló í gegn hjá nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum gestum. Takk allir fyrir komuna, virkilega ánægjulegt hversu margir létu sjá sig,“ segir í frétt á síðu skólans.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.