Nemendur Höfðaskóla heimsóttu Crossfit 550

Nemendur Höfðaskóla ásamt Ægi Gunnsteinssyni þjálfara og afreksmanni í Crossfit. MYND AF SÍÐU HÖFÐASKÓLA
Nemendur Höfðaskóla ásamt Ægi Gunnsteinssyni þjálfara og afreksmanni í Crossfit. MYND AF SÍÐU HÖFÐASKÓLA

Á mánudaginn skelltu nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd, sem eru þátttakendur í valgreininni íþróttir og heilsufræði,sér á Krókinn til að taka á honum stóra sínum á Crossfit æfingu hjá Crossfit 550. Krakkarnir fengu smá fræðslu um crossfit og gerðu síðan WOD dagsins eða Work Of the Day eins og það kallast á ylhýru enskunni.

Að sjálfsögðu var teygt vel á að loknum æfingum og síðan máttu nemendurnir prófa tæki og aðrar æfingar í stöðinni og má þar nefna upphífingar, kaðal, hringi og fleira.

Í frétt á vef Höfðaskóla kemur fram að nemendur þakka kærlega fyrir frábærar móttökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir