Námsver vel sótt
Háskólanemar á Sauðárkróki hafa verið duglegir við að nýta sér Námver Farskólans til þess að læra. Farskólinn rekur námsfer á Siglufirði, Sauðárkróki, Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga og geta háskólanemar komið í verin þegar þeim hentar.
Í Námsverunum fá nemendur aðgang að háhraðaneti, tölvum, ljósritun og kaffiaðstöðu.
Á heimasíðu Farskólans segir að frænkurnar Signý Leifsdóttir og Hrund Pétursdóttir, meistaranemar, komi nær daglega í Farskólann þessar vikurnar.
Signý er að skrifa meistararitgerð í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og Hrund er í meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum við Háskóla Íslands. Fleiri háskólanemar hafa boðað komu sína og óskað eftir aðstöðu til að læra. Þetta er fyrir utan þá háskólanemendur sem sækja sína tíma í Námsverin; eins og viðskiptafræðinema, hjúkrunarfræðinema, nemendur í leik- og grunnskólafræðum og fleiri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.