MULTI MUSICA – Fjölþjóðleg tónlistarveisla – Multicultural music event

Multi musica

Þann 24.október, á fyrsta vetrardag og kvennafrídaginn, verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Það er 10 manna hljómsveit sem mun stíga á svið og fara með áhorfendur í einskonar heimsreisu. Þannig verða flutt 12 lög frá jafnmörgum löndum, lög sem eru samin af konum eða hafa verið sungin af konum.

Löndin sem um ræðir eru Spánn,Ísrael, Rúmenía, Grænhöfðaeyjar, Kúba, Mexíkó, Chile, Argentína, Brasilía, Indland, Suður-Afríka og Kenía.

Multi Musica eru:
Ásdís Guðmundsdóttir, söngur og ásláttur
Sorin Lazar, gítar og flauta
Jóhann Friðriksson, trommur
Rögnvaldur Valbergsson, hljómborð, gítar og harmonikka
Sigurður Björnsson, bassi
Sveinn Sigurbjörnsson, bongó og trompet
Íris Baldvinsdóttir, bakraddir og ásláttur
Jóhanna Marín Óskarsdóttir, bakraddir, strengir og ásláttur
Ólöf Ólafsdóttir, bakraddir og ásláttur
Þórunn Valdimarsdótir, bakraddir og ásláttur

Tónlistarstjóri er Sorin Lazar en hópurinn hefur útsett lögin í sameiningu.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Skagafjarðardeild RKÍ en í hléinu verða gestum boðnar veitingar sem eru útbúnar og framreiddar af fólki sem er af erlendu bergi brotið og býr í Skagafirði.

Sviðið verður skreytt munum frá Afríku og Mexíkó og borð í sal þannig að fólk getur fengið sér kaffi eða drykki á meðan á tónleikunum stendur.

UNIFEM og Félag kvenna af erlendum uppruna munu kynna samtök sín í hléinu.

Tónlistarskóli Skagafjarðar styrkir einnig verkefnið en hljómsveitin hefur haft þar æfingaaðstöðu.
Menningarráð Norðurlands vestra, Sparisjóður Skagafjarðar og Ólafshús hafa styrkt verkefnið myndarlega.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er miðaverð kr. 2.000. Ef pantaðir eru 10 miðar eða fleiri þá kostar miðinn 1.800 kr og því tilvalið fyrir hópa og vinnustaði að drífa sig.

Miðapantanir eru í síma 899-9845

Við lofum ykkur hlýlegri og skemmtilegri tónlistarveislu í byrjun vetrar!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir