Muamer og Bjarki í liði ársins í 2. deild
Fótbolti.net stóð fyrir valinu á liði 2. deildar í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða liðanna sem sæti áttu í deildinni til að velja. Niðurstaðan var síðan kynnt nú um helgina og náði einn leikmaður Tindastóls, Bjarki Már Árnason, að komast í úrvalsliðið og sömuleiðis einn leikmaður Hvatar, markahrókurinn Muamer Sadikovic.
Leikskipulag úrvalsliðs 2. deildar er 3-4-3 og skipar Bjarki því eina af þremur varnarstöðum liðsins og Sadikovic er að sjálfsögðu í lykilstöðu í framlínunni.
Alls fengu 32 leikmenn tilnefningu í lið ársins og þar af voru átta leikmenn úr liði Hvatar á Blönduósi; þeir Nezir Ohran markvörður, varnarmennirnir Gissur Jónsson, Aron Bjarnason, Sipos Janos, Óskar Snær Vignisson, Jens Elvar Sævarsson og Frosti Bjarnason. Þá fékk miðjumaðurinn Milan Lazarevic atkvæði. Sadikovic og Lazarevic fengu atkvæði í valinu á leikmanni ársins í 2. deild en þann heiður fékk Sigurvin Ólafsson leikmaður Gróttu.
Einn leikmaður úr liði Tindastóls (auk Bjarka) fékk atkvæði í valinu á liði ársins en það var Pálmi Valgeirsson. Fannar Örn Kolbeinsson fékk atkvæði í valinu efnilegasti leikmaður 2. deildar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.