Molduxamótið fór friðsamlega fram

Það voru Valsmenn og Barlómar úr Grindavík sem sigruðu vormót Molduxa hvor í sínum riðli en alls tóku níu lið þátt í mótinu sem þótti takast með stakri prýði. Molduxar gáfu fyrsta sætið af einskærri góðmennsku.

Það voru fullorðnir karlmenn sem komu saman í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á laugardaginn s.l. og reyndu með sér í körfuboltanum. Mörg glæsileg tilþrif sáust á vellinum yfir daginn og var Hannes Valsari verðlaunaður sérstaklega fyrir sitt framlag en hann skoraði körfu yfir endilangan völlinn. Þá þótti tilþrif eins dómarans einkar glæsileg en einhverra hluta vegna var gefið á hann í einum leiknum og án þess að hika skaut hann fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Að sjálfsögðu rétti hann upp þrjá fingur og dæmdi körfu. Það var samdóma álit allra þátttakenda að þetta mót sé það skemmtilegasta í heimi.

Myndir af mótinu er hægt að sjá á heimasíðunni Molduxar.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir