Mjög góður og sterkur kjúklingaréttur

Ragnheiður Skaptadóttir og Ólafur Guðmundsson á Sauðárkróki buðu upp á gómsætan humar í forrétt, kjúlla í aðalrétt og kókosbollugums í eftirrétt í 12.tbl. Feykis árið 2009.

 Hvítlauksristaður humar

  • 24 stk. humar í skel, frekar stórir halar sem skornir eru eftir endilöngu og skítaröndin fjarlægð.
  • Ca 8 stk hvítlauksrif
  • 300 gr af hvítu brauði
  • Dass af saxaðri steinselju
  • Smjör, brætt
  • Salt og pipar
  • Brauð

Humrinum er raðað í ofnskúffu með opnu hliðina upp. Brauð, hvítlaukur og steinselja sett í matvinnsluvél og mixað saman, kryddað eftir smekk. Blöndunni dreift í þéttu lagi yfir humarinn í ofnskúffunni. Bræddu smjöri dreypt yfir allt saman. Bakið í ofni við háan yfirhita í nokkrar mínútur eða þar til brauðið ofan á hefur fengið gylltan lit. Borið fram með léttristuðu brauði, smjörva og salati.

Karrý kjúklingur
Mjög góður og sterkur kjúklingaréttur..

  • 4 kjúklingabringur
  • 1peli rjómi

Kryddlögur:

  • 3dl tómatsósa
  • 3tsk karrý
  • 3tsk pipar
  • 1 tsk salt

Kjúklingurinn er skorinn í bita og þeir steiktir á pönnu. Kryddlögurinn er blandaður og skellt út á pönnuna þegar kjúklingurinn er orðinn svo til steiktur. Þá er rjómanum hellt yfir og leyft að malla á pönnunni í rétt um 20 mínútur eða svo. Kjúklingurinn er borinn fram með hrísgrjónum, salati og frönskum. Klikkar ekki!

Kókosbollugums

  • Einn bakki með blöndu af kókosbollu, borgurum og buffi (súkkulaði með kremi og  rúsínum/hrísi inn í).
  • Einn peli rjómi
  • Fullt af ávöxtum (um að gera að nota hugmyndaflugið og hafa sem fjölbreyttast)
  • Súkkulaðispænir.

Kókosbollurnar og „það“ er skorið í helminga og skellt á botninn á eldföstu móti. Rjóminn þeyttur og skellt þar ofan á. Svo er bara að skera ávextina í munnstærðar bita og dreift yfir rjómann.  Þar að lokum er svo súkkulaðispæni stráð yfir allt saman og geymt inn í kæli á meðan verið er að borða aðalréttinn.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir