Minnihluti styður ekki fjárhagsáætlun

radhus4Byggðaráð Skagafjarðar vísaði fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 fyrir sveitasjóð og stofnanir hans til annarar umræði í sveitastjórn í gær. Minnihlutinn óskaði bókað að hann styddi ekki framlagða fjárhagsáætlun.
Samkvæmt áætlun eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 2.685 milljónir króna og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.630 milljónir króna.  Fjármagnsliðir 138 milljónir króna.  Rekstrarhalli ársins 83.073 þús.kr.
Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.057 milljónum króna, rekstrargjöldum án fjármagnsliða 2.866 milljónir króna og fjármagnsliðum 269 milljónir króna.  Rekstrarhalli ársins 78.360 þús.krónur.
 
Fjárfesting samtals 584 milljónir króna og afborganir lána 216 milljónir króna og ný lántaka 495 milljónir króna.
 
Páll Dagbjartsson óskaði bókað að hann er á móti fjárhagsáætluninni eins og hún liggur fyrir.  Gísli Árnason óskaði bókað að hann geti ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun. Jafnframt taldi Gísli á fundinum að afgreiða hefði átt tillögu hans sem vísað var til byggðarráðs frá síðasta sveitarstjórnarfundi vegna erindis Hofsbótar ses.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir