Minniboltinn á fullu
Minnibolti stúlkna keppti á fjölliðamóti á Króknum um síðustu helgi. Keppt var í C-riðli og voru mótherjar stelpnanna UMFH, Keflavík B og Grindavík.
Fyrsti leikurinn var á móti UMFH og það var eina liðið sem veitti Tindastól einhverja mótspyrnu. Leikurinn vannst 41-25 og skiptist stigaskorið svona: Linda 16, Valdís 11, Fanney 4, Bríet 4, Jóna María 2, Sunna 2, og Kolbrún 2.
Næsti leikur var á móti Keflavík b og hann var frekar auðveldur fyrir stelpurnar en hann vannst 54-7. Stigin skoruðu: Linda 18, Valdís 12, Bríet 8, Kolbrún 6, Jóna María 4, Fanney 4, og Anna 2.
Þriðji og síðasti leikurinn var á móti Grindavík og þær veittu Tindastóli ekki mikla keppni en hann endaði 75-6. Stigaskorið: Linda 20, Valdís 17, Bríet 12, Sunna 6, Kolbrún 6, Anna 4, Fanney 4, Jóna María 2.
Að sögn Hrafnhildar Sonju Kristjánsdóttur þjálfara var hún mjög ánægð með stelpurnar en sagði mikilvægt að stelpurnar kæmu sér niður á jörðina aftur, því mótherjarnir í B-riðli veðri mun sterkari lið en þær kepptu við hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.