Minkar drepast á Ingveldarstöðum
Tugir minka hafa drepist úr lungnapest á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd en virðist vera mun vægari en sú pest sem geisaði á Skörðugili.
Mun færri dýr hafa drepist á Ingveldarstöðum en á Skörðugili, 1 – 3 dýr á dag en það var fyrst í gær sem tala dauðra dýra fór yfir 10. Lífdýrin hafa verið bólusett og ætti það að duga þar sem sláturtíðin er að byrja.
Úlfar Sveinsson hjá Skinnastöðinni segir að nú sé komið að sláturtíð og dýrin komin í feld sem kallað er og því hægt að nota skinnin af þeim minkum sem drepst og er tjónið því minna en ella. Úlfar er bjartsýnn á sölu skinna og segir útlitið þokkalegt. –Öll skinn eru seld frá því í fyrra og mér skilst að engar birgðir séu til í heiminum svo hjálpar gengi krónunnar til líka, segir Úlfar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.