Minkaeldi hagstætt í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
30.10.2009
kl. 08.36
Skagafjörður verður kynntur í að minnsta tveimur löndum sem ákjósanlegur staður fyrir minkarækt. Mjög hefur þrengt að minkabúum í Hollandi og Danmörku á undanförnum árum , en það er einmitt í þessum löndum sem Skagafjörður verður kynntur sérstaklega, ásamt Árborgarsvæðinu.
Fjárfestingarstofan hefur veg og vanda af kynningunni , og hafa starfsmenn hennar þegar rætt málið við forsvarsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Kynningarátak hefst fljótlega eftir áramót , og segir sérfræðingur Fjárfestingarstofunnar að starfsumhverfi loðdýraræktar sé um margt mun betra hér á Ísland en í Danmörku og Hollandi. Takist vel til , verði Ísland einnig kynnt fyrir minkabændum í Svíþjóð.
/rúv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.