Mikilvægt að fylgjast með koffínneyslu barna og unglinga

Lýðheilsustöð hefur séð ástæðu til að hvetja foreldra til að fylgjast með neyslu barna og unglinga á drykkjum sem innihalda koffín en úrval þessara drykkja hefur aukist töluvert í verslunum á undanförnum árum. Þetta á aðallega við um svokallaða orkudrykki.

Frá náttúrunnar hendi kemur koffín meðal annars fyrir í kaffi, tei og kakói sem og í matvælum unnum úr þessum vörum, eins og t.d. súkkulaði. Koffín er einnig notað sem bragðefni og aðallega sett í dökka kóladrykki (t.d. Kók og Pepsi), jafnt í drykki með sykri og sykurlausa, og í orkudrykki.

Koffín veldur útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra. Einnig hefur koffín áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk (sem er líka fráhvarfseinkenni), svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíða. Þó er fólk misnæmt fyrir áhrifum koffíns og því einstaklingsbundið hvenær of mikið magn fer að valda neikvæðum áhrifum.

/Lýðheilsustöð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir