Mikil veikindi á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.10.2009
kl. 09.41
Margir nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd eða 34 af 112 voru heima vegna veikinda á föstdag. Bæði var um að ræða magapest og veikindi með einkennum flensu.
Samkvæmt heimasíðu skólans var ekki vitað hvort að um svínaflensu er að ræða. Þær fréttir fengust í morgun frá skólanum að ástandið væri mun betra í dag þó eitthvað væri um veikindi en það væri ekkert í líkingu við það sem gerðist fyrir helgi
Landlæknir mælir með því að þeir sem fá einkenni flensu með háum hita haldi sig heima í 7 daga eða a.m.k. 2 daga án hita en finna má upplýsingar um flensueinkenni og meðferð við flensu á influensa.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.