Mikið umleikis hjá Sumar TÍM
feykir.is
Skagafjörður
24.06.2010
kl. 08.58
Nú er fyrstu tveimur vikum Sumar TÍM lokið og þriðja vika hafin. Í fyrstu tveimur vikunum var m.a. boðið uppá Glermálun, Rope Yoga, Reiðnámskeið, Ævintýiri og útivist, myndlist, hjólreiðar, matreiðslu og að sjálfsögðu fótbolta, körfu, frjálsar, golf, handbolta, sund og fimleika.
Í þessari viku (viku 3) hefst Siglinganámskeiðið, leiklist, fatahönnun, búningagerð, hjólreiðar og kofabyggðin heædur að sjálfsögðu áfram. Sumarstarfið hefur farið vel af stað og eru 245 börn nú skráð í tómstundir og íþróttir á Sauðárkróki sem er fjölgun frá fyrri árum. Vilji foreldrar bæta við námskeiðum eða íþróttum fyrir börnin sín við fyrri skráningu er þeim bent á að hafa samband við Ingva Hrannar á netfangið tim@skagafjordur.is eða í síma 660-4684 og er það lítið mál svo lengi sem námskeiðið er ekki orðið fullt.
![]()
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.