Mikið um umferðaróhöpp

Lögreglan á Blönduósi við hefðbundin störf Mynd: Lögreglan.is

Mikið hefur verið um umferðaróhöpp á Norðurlandi vestra síðustu vikur en í gær valt jeppi á þjóðvegi 1 við bæinn Brekkukot í Húnavatnshreppi um kl. 18:50 í gærkvöld.

Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni, en hann slapp lítið meiddur. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er ísing á veginum.Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi til skoðunar og hefur verið útskrifaður. Jeppinn er illa farinn eftir veltuna.

Samkvæmt heimildum Feykis er mikill meirihluti þeirra bíla sem hafa farið útaf í ísingu á sumardekkjum og því vanbúnir til vetraraksturs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir