Mikið um að vera í körfunni
Það verður nóg um að vera í körfuboltanum um helgina. Unglingaflokkur karla keppir úti gegn Keflavík og Grindavík, 8. flokkur stúlkna keppir í fjölliðamóti hér heima gegn Skallagrím, Heklu, UMFH og KFÍ og 8. flokkur drengja keppir í Keflavík gegn Breiðablik, Fjölni, Keflavík og Njarðvík.
Unglingaflokksleikurinn gegn Keflavík verður kl. 17 á laugardag og á sunnudag keppa strákarnir við Grindvíkinga kl. 17.
Fjölliðamótið hjá 8. flokki stúlkna hefst á laugardag kl. 12.30 en þá spila stelpurnar gegn Skallagrími. Kl. 15.30 er svo komið að leik á móti Hrunamönnum og á sunnudag verður leikið gegn KFÍ kl. 10 og Heklu kl. 13.
8. flokkur drengja verður líka á faraldsfæti um helgina, en þeir heimsækja Keflavík og taka þar þátt í fjölliðamóti í B-riðli. Mótherjar þeirra verða gestgjafarnir í Keflavík, Njarðvík, Fjölnir og Breiðablik.
Á föstudagseftirmiðdag ætla leikmenn meistaraflokksins síðan að vera í Skagfirðingabúð og aðstoða viðskiptavini verslunarinnar við að raða vörum sínum í poka og afhenda um leið upplýsingar um leiki meistaraflokksins í vetur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.