Mikið um að vera hjá Rauða krossinum í A-Hún

rki_ahunAnnað hvert ár kynnir Rauði kross Íslands innanlandsstarf sitt og núna er það í vikunni 12. – 17. október en tilgangur kynningarvikunnar er að fá fólk til liðs við félagið og í þetta sinn er einkum safnað sérstökum sjálfboðaliðum sem vilja vera til taks þegar áföll verða. Allar 50 deildir félagsins víðsvegar um landið taka þátt að safna sjálfboðaliðum heima í héraði.

 Rauði kross Íslands Austur Húnavatnssýsludeild sinnir ýmsum störfum í héraði og er starfsemin mjög lífleg. Á undanförnu ári tók deildin m.a. þátt í 112 deginum með öllum viðbragðsaðilum á svæðinu, haldin eru ýmis námskeið, skólarnir á Blönduósi og Húnavöllum heimsóttir og fötum safnað í fatagámi sem staðsettur er við bílageymslu HSB. Árlega safnast um 3,5 tonn af fötum.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir