Miðasala á Króksblót hafin

Miðasala á Króksblót hófst sl. mánudag en hægt er að nálgast miða á blótið í Blóma og gjafabúðinni hjá Binný sem er ein af aðstandendum blótsins en það er hinn rómaði 57 árgangur sem að þessu sinni heldur blótið.
Vert er að benda á að 18 ára aldurstakmark verður á blótið og verður yngri einstaklingum ekki hleypt inn þó svo að þeir verði í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.

Eins og áður hefur komið fram mun þorrablótskyndilinn síðan færast upp um eitt ár og mun það því koma í hlut árgangs 58 að halda næsta blót.

Veislusjóri verður Jón Hallur Ingólfsson en að borðhaldi loknum mun hljómsveit Geirmundar halda uppi stuðinu.

Miðasölu lýkur miðvikudaginn 3. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir