Miðar á þriðju tónleika Frostrósa í Miðgarði komnir í sölu

Frostrósir eiga örugglega eftir að taka sig vel út á sviðinu í Miðgarði.

Það er nokkuð ljóst að Skagfirðingar og nærsveitamenn eru spenntir fyrir jólatónleikum Frostrósa sem verða í Miðgarði í desember. Á fyrstu tónleikana þann 7. desember seldist upp á klukkutíma og var þá bætt við sýningu þriðjudagskvöldið 8. desember kl. 21. Nú er einnig uppselt á þá og er eftirspurnin slík að ákveðið hefur verið að bæta við þriðju tónleikunum í Miðgarði og verða þeir kl. 18 þann 8. desember.

Það eru þau Margrét Eir, Guðrún Gunnars, Hera Björk, Friðrik Ómar og Garðar Thór Cortes sem færa Skagfirðingum og öðrum tónleikagestum jólin í ár í fylgd fjölda hljóðfæraleikara og barnakórs. Efnisskráin er einkar glæsileg og inniheldur vinsælustu lög Frostrósa sem og aðrar helstu perlur jólatónlistarinnar. Sjá nánar á Frostrósir.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir