M.fl.karla með mikilvægan sigur.
Tindastóll og KB úr Breiðholti áttust við í 3. deildinni á laugardaginn og til að gera langa sögu stutta sigruðu norðanpiltar með einu margi gegn engu.
Það var spilað á gervigrasi í Breiðholti og þetta eru liðin sem spáð er efstu sætum riðilsins. Tindastóll spilaði ágætan fyrri hálfleik og var sterkara liðið. Markið kom undir lok fyrri hálfleiks, Arnar sendi boltann fyrir markið eins og svo oft í leiknum og þar afgreiddi Sjonni boltann í netið.
Byrjunarlið Tindastóls í leiknum: Arnar Magnús, Loftur, Bjarki, Donni, Kári, Árni Einar, Atli, Konni, Arnar, Sjonni og Ingvi.
Seinni hálfleikurinn var hins vegar jafnari. KB menn misstu mann útaf um miðjan seinni hálfleikinn en voru engu að síður alltaf inni í leiknum og oft líklegri en Tindastólsmenn sem áttu ekki góðan seinni hálfleik. Arnar Magnús stóð sig ákaflega vel í leiknum í marki Tindastóls.
Frábær sigur engu að síður og nú hefur Tindastóll unnið báða leiki sína í deildinni.
/Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.