Menntamálaráðherra á Blönduósi í gær

Skólastjóri og fræðslustjóri ásamt ráðherra og fulltrúa Heimilis og skóla. Mynd: Húni.is

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, heimsótti Grunnskólann á Blönduósi í gær ásamt fríðu föruneyti. Í för með henni voru m.a. fulltrúar frá samtökunum Heimili og skóli.

 

Heimsóknin var í tilefni af Foreldraverðlaununum 2009 sem skólinn ásamt Fræðsluskrifstofu Austur Húnavatnssýslu hlaut fyrir verkefnið „Tökum saman höndum“. Markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nemenda í unglingadeild Grunnskólans á Blönduósi.

 

Fyrst var stutt móttaka í íþróttahúsinu, en í dag var íþróttadagur grunnskólans en þaðan var haldið í hádegismat á Árbakkann. Eftir það hélt hópurinn í Kvennaskólann en þess má geta að ríkið á 75% í skólanum á móti sveitarfélögunum í sýslunni. Þar tók Guðjón Ólafsson fræðslustjóri á móti hópnum og kynnti verkefnið fyrir viðstöddum. Að því loknu hélt ráðherra aftur suður í höfuðborgina en aðrir í hópnum skoðuðu Heimilisiðnaðarsafnið.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir