Meistaravörn og doktorsvörn

Tveir sem tengdir eru Háskólanum á Hólum munu verja námsritgerðir sínar við Háskóla Íslands n.k. föstudag. Þetta eru þau Hólmfríður Sveinsdóttir og Guðmundur Smári Gunnarsson.

  

 

Klukkan 13 mun Hólmfríður Sveinsdóttir verja doktorsritgerð sína við matvæla- og næringarfræðideild HÍ og kallast hún Rannsóknir á breytileika próteintjáningar í þorsklirfum með aldri og sem viðbrögð við umhverfisþáttum. Hólmfríður vann hluta sinna rannsókna við Háskólann á Hólum og hefur haft aðstöðu í Verinu á Sauðárkróki undanfarin ár. Frekari upplýsingar um efni ritgerðarinnar og fyrirlesturinn er að finna hér.

 

Klukkan 15 mun síðan Guðmundur Smári Gunnarsson verja meistararitgerð sína við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ og ber hún nafnið Óðals- og fæðuatferli ungra laxfiska í ám. Guðmundur vann rannsóknaverkefni sitt undir leiðsögn dr. Stefáns Óla Steingrímssonar, dósents við fiskeldis- og fiskalíffræðideild, Hólaskóla - Háskólans á Hólum og dr. Sigurðar S. Snorrasonar, prófessors við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.

 

/Holar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir