Meiri afli á Skagaströnd í ár
Frystitogarinn Arnar HU kom til heimahafnar á Skagaströnd síðasta sunnudag og fór aftur út í fyrrakvöld. Aflaverðmæti hans var um 150 milljónir króna sem miklu minna en í síðasta túr en þá var verðmætið um 240 milljónir.
Kemur margt til, t.d. var aflinn minni en síðast og samsetning hans önnur, „bölvað skrap“ eins og sagt er.
Landaður afli í Skagastrandarhöfn var 37,5% meiri á síðasta aflaári en árið áður. Engu að síður er aflinn enn um 11,5% lakari en aflaárið 2006-7.
Alls komu 8.227.828 tonn á land frá september 2007 til loka ágúst 2008. Þar áður var landað 5.984.077 tonnum og enn áður 9.273.396 tonnum.
Nýbyrjað aflaár lofar góðu en í september var landað 883.425 tonnum sem er miklu meira en undanfarin þrjú ár.
/Skagaströnd.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.