Meira og betra verknám – morgunverðarfundur á fimmtudag
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, boðar til morgunverðarfundar um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins nk. fimmtudag en samkvæmt mati ráðuneytisins á húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin mun nemendum í starfsnámi fjölga verulega og nemendum í bóknámi fækka.
Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að áform um uppbyggingu starfsnámsaðstöðu séu stórtæk og horfi til lengri tíma til að mæta þeirri þörf. Fundurinn stendur frá kl. 8:30-10:00 og haldinn í Nauthóli hefst á morgunhressingu og kynningu Ásmundar Einars á áformunum. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður með fundargestum og fulltrúum skólameistara, framhaldsskólanema, atvinnulífsins, Alþýðusambandsins og ráðuneytisins.
Fundurinn er opinn öllum áhugasömum og er þátttakendum að kostnaðarlausu en honum verður einnig streymt á Fésbókarsíðu ráðuneytisins. Þau sem mæta á staðinn þurfa að skrá sig fyrirfram en nánar er hægt að skoða það HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.