Mátuðu heita pottinn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.12.2009
kl. 08.23
Nokkrir starfsmenn Blönduósbæjar fóru á dögunum og kynntu sér framkvæmdir við nýja sundlaug í bænum. Þótti vel við hæfi að máta sig í heita pottinn en ljóst er að hann tekur við mörgum gestum.
Af framkvæmdunum er það að frétta að vel gengur með 2 áfanga og verður honum lokið fljótlega á nýju ári. Verið er að panta inn tæki og búnað vegna sundlaugarinnar og verður uppsetningu hans lokið á vormánuðum. Nýr
líkamsræktarsalur er að verða tilbúin og verður tekin í notkunn á nýju ári. Verður nánar greint frá því þegar hann verður tilbúin. Flísalögnum er nánst lokið á sundlaug og pottum en eftir er að steypa efri plötu á útisvæðinu. Verður það gert í vor.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.