Matarkistan Skagafjörður á MATUR-INN 2009

matarkistanMatarkistan Skagafjörður tekur þátt í sýningunni MATUR-INN 2009 á Akureyri um helgina. Sýningin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardag og sunnudag kl.11:00-17:00. Aðgangur ókeypis.

Boðið verður upp á brot af því besta í skagfirskri matargerð. Þátttakendur að þessu sinni eru eftirfarandi: Fisk Seafood, Kjötafurðastöðin, Mjólkursamlagið, Sauðárkróksbakarí, Dögun, Hótel Varmahlíð, Ólafshús, Ferðaþjónustan á Hólum og Skagfirskur matur ehf.

Dagskráin á sýningunni verður fjölbreytt og skemmtileg, keppt verður í borgarakeppni, kjötiðnaðarkeppni og fiskisúpugerð. Auk þess verður málþing um íslenskan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir