Markviss félagar sigursælir
Félagar í Skotfélaginu Markviss hafa gert það gott að undanförnu. Nú um helgina varð Snjólaug M. Jónsdóttir Íslandsmeistari kvenna í Nordisk Trap á móti sem fram fór á skotsvæði Skotfélags Akraness þar sem hún bætti Íslandsmet kvenna um 27 dúfur og skaut 114/150. Hún setti einnig Íslandsmet með final og skaut 22 dúfur í úrslitum og hlaut 136 stig sem var hæsta skor mótsins.
Helgina á undan urðu þau Snjólaug og Guðmann Jónasson Norðurlandameistarar í Skeet í karla- og kvennaflokki á móti sem fram fór á Akureyri. Samhliða því var haldið NLM-OPEN þar sem Guðmann hafnaði í öðru sæti og á byrjendamóti í Sporting varð Ásgeir Þröstur Gústafsson í öðru sæti og Snjólaug í því þriðja. Þá bar Jón Brynjar Kristjánsson sigur úr bítum á Sumarmóti Skotfélags Akureyrar í BR 50 með sínu besta skori frá upphafi eða 244/250.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.