Maríudagar á Hvoli - myndir

Síðustu tvö ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur, heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar”. Eigendur Hvols höfðu fyrir nokkrum árum tekið vel til hendinni við að tæma og lagfæra skemmu og gamlan bragga sem var notaður sem hlaða og voru orðin að fyrirtaks salarkynnum til sýninga og samkomuhalds ýmiss konar.

Helgina 13. og 14. júlí sl. efndi fjölskyldan til ,,Maríudaga” með sýningu á verkum Maríu og systkina hennar sem öll voru mjög listhneigð.

Systkinin voru fjögur og er Jóhanna þeirra elst fædd 1919, kennari, hún er mikil hannyrðakona og er enn að 93 ára gömul.

Gunnar f. 1920 – d. 1999, gullsmiður, útvarpsvirki og listmálari.

María f. 1924 – d. 1992, listakona og húsfreyja á Hvoli.

Friðrik f. 1929 – d. 1999, prentari og fékkst við þrykkimyndir og skúlptúra.

Myndirnar tók Anna Scheving.

 .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir