Margt um að vera í Reiðhöllinni í vetur
Viðburðadagatalið í Reiðhöllinni Svaðastöðum er að taka á sig mynd og greinilegt að nóg verður um að vera hjá hestamönnum í vetur. Sú nýbreytni verður í vetrardagskránni að mót sérstaklega ætlað konum verður um páskana og nefnist Kvennatölt Norðurlands.
Annars verður annað með svipuðu sniði og undanfarna vetur og að sögn Eyþórs Jónassonar hallarstjóra verða reiðnámskeið haldin á vegum Flugu hf. með þeim Elvari E. Einarssyni og Bjarna Jónassyni. Þá verður keppt í unglingaflokki í skagfirsku mótaröðinni. Niðurröðun á mótum í skagfirsku mótaröðinni verður auglýst nánar eftir áramót.
Dagskrá vetrarins:
16. jan Skráning og kynning á barna og unglingastarfi
27. jan Úrtaka KS-deild
30.-31. jan Barna og unglingastarf
13.-14. feb Barna og unglingastarf
17. feb KS-deild, 4-gangur
24. feb Skagfirska mótaröðin
27.-28. feb Barna og unglingastarf
3. mars KS-deild, tölt
10. mars Skagfirska mótaröðin
13. mars Áskorendamót riddara norðursins
13.-14. mars Barna og unglingastarf
17. mars KS-deild, 5-gangur
24. mars Skagfirska mótaröðin
27. mars Ræktun Norðurlands
27.-28. mars Barna og unglingastarf
3. apríl Kvennatölt Norðurlands
7. apríl KS-deild, smali og skeið
14. apríl Skagfirska mótaröðin
18. apríl Grunnskólamót í hestaíþróttum
23.-25. apríl Tekið til kostanna
1. maí Æskan og hesturinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.